<$BlogRSDUrl$>

One does not simply walk into Mordor. Its black gates are guarded by more than just orcs. There is evil there that does not sleep, and the Great Eye is ever watchful. It is a barren wasteland, riddled with fire and ash and dust, the very air you breathe is a poisonous fume. Not with ten thousand men could you do this. It is folly.

fimmtudagur, mars 04, 2004

Jæja, þá er alifuglar.blogspot.com búið að flytja sig um set. Þetta gæti farið fyrir hjartað á einhverjum en til langtíma litið eru þessar breytingar til góðs. Þeir sem vilja halda áfram að fylgjast með ævintýrum eiganda alifugla, Böðvars Péturssonar, verða að fara inn á www.folk.is/alifugl
Böðvar hafði þetta að segja um málið: Ég hef ekkert nema gott að segja um þessa flutninga yfir á folk.is. Þegar ég ákvað að stofna þessa síðu bjóst ég aldrei við því að hún mundi komast svo langt. Þetta var upprunalega aðeins áhugamál en eftir því sem málin þróuðust þá fór þetta að breytast í viðskipti. Velta síðasta mánaðar var um það bil 300 milljarðar íslenskra króna og því alveg óhætt að breyta til. Ég á ekkert nema góðar minningar héðan og mun aldrei gleyma því sem fólk gerði fyrir mig þegar ég var nýkominn hingað. En engu starfsfólki verður sagt upp, það flytur bara með.

Svo mörg voru þau orð. En ég minni enn einu sinni á slóðina: www.folk.is/alifugl

This was Thomas F. Micchican reporting for alifuglar.com for the last time

fimmtudagur, febrúar 12, 2004

Nú er maður kominn aftur með frásagnir af atburðum vikunnar.

Í dag er fimmtudagur og vikan er að verða búin. Löng helgi er framundan og bíða margir spenntir eftir henni. Fjallað verður um hana á mánudag eða þriðjudag þar sem eigandi alifugla, Böðvar Pétusson, ætlar að skreppa til borg óttans og má búast við fjörlegri frásögn.

En hvað um það. Síðast liðin þriðjudag skullu ósköpin yfir í lífi Bergþórs hins ILLA. Bergþór sleit næstum liðbönd á bandýæfingu og var borinn útaf snemma á æfingunni. Mörgum brá í brún næsta dag þegar sá ILLI kom haltrandi á hækjum um klukkan tíu síðstliðinn miðvikudagsmorgun. Bergþór hefur sett sitt mark á skólalífð í Menntaskólanum á Egilsstöðum með því að teppa umferðina á milli skólahúsins og heimavistarinnar og eru margir orðnir dáldið þreyttir á þessum drollaraskap í drengnum. Bergþóri hefur ekki gengið sem skildi í RISK undanfarið, var útrýmt í síðasta spili af nýliðanum Jóni Kolbeini og þar áður var það Eigandi alifugla, Böðvar Pétursson sem niðurlægði hann fullkomlega, og er þetta augljóslega óheppilegt fyrir illa herforingjann.

Nýustu fréttir af eiganda alifugla, Böðvari Péturssyni, eru þær að loksins er farið að birta til í þýsku 103 því Böðvar er búinn að ná stórkostlegum árangri þar, búinn að fá 8,4 og 7,8 á síðustu prófum.
Í samtali við fréttahorn alifugla hafði Böðvar þetta að segja um árangurinn. Það er alveg stórkostlegt að fá þessar einkannir og vonandi heldur þetta áfram svona.
Til gamans má geta að þegar þetta viðtal var tekið var Böðvar að skrifa beinagrind í félagsfræði 303 niðri í tölvustofu og var með góðvinkonu sína Söndru Hrafnhildi sér við hlið en hún var einmitt að vinna við verkefni í uppeldisfræði og fær hún bestu hvatningarkveðjur frá alifuglum.

Hið ósigrandi lið Bergþórs hins ILLA og Böðvars saklausa var loksins lagt að velli í fússballspilinu í vikunni og voru það nýliðarnir Jón (ég er montrass) Kolbeinn og Ívar (ekki svo góðan)Dagsson sem voru þar að verki. Bergþór og Böðvar höfðu verið ósigraðir saman frá því í Nóvember 2003. Ekki er víst hvaða áhrif þetta hefur á þetta magnaða teymi en eitthvað hefur heyrst að Böðvar ætli sér að leggja skóna á hilluna eftir næsta fússballspilsmót, hvernig sem árangur þeirra verði.

This was Thomas F. Micchican reporting for alifuglar.com

laugardagur, febrúar 07, 2004

Well, well, look who´s finally here.

Jæja loksins er maður kominn aftur eftir langt frí eða ætti maður kannski að segja, langt letikast og ekki hefur mikið skeð á meðan það stóð yfir.
Til að byrja með þá hafa peningamál systursíðu alifugla, meistari Sveinbjörn, verið leyst. Eigandi alifugla, Böðvar Pétursson, og bróðir hans, fjármála snillingurinn Hákon Unnar Seljan, sem er meðal annars sexfaldur gullverðlaunahafi á Ólympíleikunum, sjöfaldur heimsmeistari í kraftlyftingum og nífaldur evrópumeistari í keilu, keyptu í gærmorgunn meistari sveinbjörn síðunna og skiptu þeir þannig að Böðvar fær 53,25% hlut og Hákon fær 46,75% hlut. Ákvöðu þeir í sameinigu að skipta þessu svona á milli sín þar sem Böðvar lagði bróðurpartinn af fjármagninu í þetta og Hákon verður of upptekinn með að sinna síðunni þar sem hann ætlar að freista þess að bæta enn einum Heimsmeistaratiltlinum í Kurling. Ef það tekst þá verður hann þrefaldur heimsmeistari í þessari grein.
Byrjað verður að skrifa á þessa síðu í næstu viku og verður þar fjallað um atburði í lífi bróður míns, Hákonar Unnars Seljans.

En næst þetta. Vonskuveður hefur verið á Austfjörðum í nótt og í dag en aðeins verður fjallað um ástandið á Seyðisfirði í dag þar sem fréttaskrifstofa alifugla er þar og ófært er yfir Fjarðarheiði þegar þetta er skrifað.
En veðrið stóð ekki í vegi fyrir Böðvari Péturssyni, eiganda alifugla, sem skellti sér galvaskur út í þetta veður. Hér næst kemur frásögn hans af þessari miklu ævintýraferð sem tók um 30 mínútur en til gamans má geta að í góðu veðri tekur ferðin um 5 mínútur.

Þetta byrjaði þannig að ég var ræstur klukkan 11:44. Ég man þessa tímasetningu mjög vel því að vekjaraklukkan mín var stillt til að hringja einni mínútu síðar. Ég labbaði úr herberginu mínu og heilsaði upp á það heimilisfólk sem var vaknað.
Því næst fór ég niður í kjallara til að búa mig undir hina vikulegu ferð í hádegismat til Afa míns. Ég hef sjaldan misst af þessum hádegisverði og hafa það bara verið veikindi sem hafa stöðvað mig þannig að það var ekki í myndinni að láta smá snjó stöðva mig. Þegar ég var loksins orðinn klæddur, opnaði ég hurðina. Mér til mikillar undrunar þá var hálf snjóhurð fyrir utan sem ætlaði greinilega að gera mér erfitt fyrir. Ég beið í smá stund, starði á þetta fyrirbæri sem hafði gerst svo djarft að koma alla leið upp að mínum dyrum, án þess að spyrja nokkurn mann leyfis. Ég tók nokkur skef aftur á bak og starði enn einu sinni á þetta hryllilega fyrirbæri. En einmitt á því augnabliki sem allt virtist vera búið, tók ég mér tilhlaup og stökk út um dyrnar og yfir þennan hrylling. Fyrsta áfanganum var lokið. En hann reyndist vera sá allra auðveldasti. Ég átti enn eftir að brjóta mér leið í gegnum heimkeyrsluna og út á götu. Ég starði undrandi á þennan óskapnað sem ætlaði ekki að gera mín ferð neitt sérstaklega auðvelda. Þar sem hafði enga áætlun um hvernig ég ætti að komast í gegn, ákvað ég að reyna kraftana og brjótast í geng. Þetta verður ekkert mál, hugsaði ég með sjálfum mér. Hvílíkur asni var ég. Þetta reyndist með því erfiðasta sem ég hef lagt í. En eftir mikil átök og mikinn mokstur með höndunum tókst mér loksins að koma mér eitthvað áleiðis. Þetta hlýtur að hafa náð langt yfir mitti. En að lokum komst ég í sjáfheldu. Fyrir framan mig var mikill snjóveggur sem hafði myndast þegar gröfukarlar Seyðisfjarðar höfðu ýtt götuna. Nú vissi ég ekki mitt rjúkandi ráð. Hvernig sem ég reyndi náði ég ekki að brjóta mér leið í gegnum þetta rosalega snjófjall. En allt í einu, út úr engu fékk ég snjalla hugmynd. Ég ákvað að reyna sömu aðferð og ég reyndi fyrst, að reyna að stökkva yfir. Ég tók mér tilhlaup og stökk á snjóvegginn en komst ekki yfir hann. En ég var kominn nógu hátt upp á hann til að geta klifið fjallið og frelsið blasti við.
Ég renndi mér niður og hélt áfram göngu minni. Næsti hluti var auðveldur þar sem búið var að hreinsa götuna. Það var ekki fyrr en ég kom að göngustígnum sem liggur niður að húsi Guðmunds hins Samviskulausa að ég þurfti að láta kraftana tala. Þar sem ég var orðinn nokkuð þreittur, ákvað ég að hvíla mig stutta stund áður en ég mundi leggja í hann. Þar sem þetta var miklu lengri leið en í heimkeyrslunni átti þetta að verða miklu erfiðara. Þegar ég var búinn að safna kröftum lagði ég í hann. Fyrri helmingur leiðarinnar var auðveldur þar sem ekki hafði fennt mjög mikið þar. En snjórinn varð dýpri og dýpri með hverju skrefinu sem ég tók. En með öflugum moksturshandtökum, sem minntu á einhverskonar sundíþrótt,
tókst mér að brjótast í gegn og var þar með búinn að búa til göngustíg fyrir íbúa botnahlíðar. Eftirleikurinn var auðveldur því að búið var að hreinsa götuna og gat ég því komist í matinn hjá afa nokkuð örugglega. Heimferðin var auðveld og tók hún um 7 mínútur.

Um síðustu helgi var Böðvari veitur mikill heiður þar sem hann var útnefndur maður ársins 2003 á fréttavefnum www.folk.is/wwwn og mæli ég með því að fólk kíkji á þessa síðu.

laugardagur, janúar 17, 2004

Jæja, þá er maður kominn aftur með ýmis tíðindi og byrjum á þeim slæmu fyrst.

Rétt í þessum töluðu orðum var systur síðu alifugla, meistari Sveinbjörn, lögð niður og öllu starfsfólki hefur verið sagt upp.
Stjórn síðunnar taldi sig ekki geta gert upp skuldir síðunnar og mun síðan að öllum líkindum verða lögð.
Aðspurður, sagði eigandi alifugla.blogspot.com, Böðvar Pétursson, sem einnig er Stjórnarformaður, ritstjóri, ritari, gjaldkeri og ræstitæknir síðunnar að ekki væri víst hvort hann mundi taka við stjórn síðunnar þar sem hann hefur í fullu fangi með sína eigin síðu. "Stjórn Meistara Sveinbjörns hefur ekki átt í neinum viðræðum við mig um að taka við síðunni þannig að ég veit jafnmikið og þú um þetta mál. Ég á í fullu fangi með mína eigni síðu en það væri skemmtileg áskorun að taka við Meistara Sveinbjörns síðunni." Þetta hafði Böðvar Pétursson að segja um málið.

Næst þetta.
Minn skellti sér á ball í gærkveldi og fannst ekki gaman vegna þess að það voru einfaldlega alltof mikið af fólki og þess vegna var ég ekki allveg að finna mig á þessu balli. Ég hef eiginlega ekkert að segja um þetta ball vegna þess að mér fannst það leiðinlegt.

Nú er þessu masi mínu lokið og minni ég á að framtíð meistara Sveinbjörns síðunnar kemur í ljós í næsta pistli.

This was Thomas F. Micchican reporting for BBC RADIO!

miðvikudagur, janúar 14, 2004

Nú er maður kominn aftur eftir rúmt fjögura daga hlé og maður er með ýmsar fréttir, góðar og slæmar.

Minn skellti sér aftur í RISK um daginn og var það gaman. Ég vann ekki í þetta skiptið því að Guðmundur hinn Samviskulausi hélt áfram sínu striki með því að nánast þurrka út frelsisher Árna, sem saman stóð af óreyndum hermönnum. Guðmundur vann þetta spil en ég kom í öðru sæti og stóð mig bara vel. Þess má geta að ég þurrkaði Bergþór hinn illa nánast alveg út og átti hann einhver örfá lönd eftir sem mér finnst bara gott á hann.
Þannig að ég get verið stoltur af mínum árangri. Ég gaf illum herforingja góða ráðningu og á aðeins eftir að gefa einum illum herforingja í viðbót sína ráðningu og það verður persónulegt.

Þess má geta að í gær fór ég á bandý æfingu og stóð mig þrælilla. Ég gerði þvílík byrjanda mistök á eftir byrjanda mistökum og var þessi æfing
bara hörmung. Ekki hef ég mikið að segja um hana þar sem ég var ekki að gera góða hluti á henni.

Ekki veit ég hvort ég get haft þennan pistil lengri þannig að ég minni á síðuna um Sveinbjörn þar sem ég hef skrifað á ný og lýk þessu með:

This was Thomas F. Micchican reporting for BBC RADIO!

laugardagur, janúar 10, 2004

Jæja, þá er maður kominn aftur eftir langt hlé.
Það helsta í fréttum er það að réttlætinu hefur verið fullnægt, hið góða vann að lokum. Guðmundur hinn samviskulausi og Bergþór hinn illi hafa verið sigraðir. En þótt orustunni sé lokið þá er stríðinu langt frá því lokið. En samt góður sigur á hinum illu heimsveldum.
Her minn var ekki tilbúinn í nein stór átök þannig að ég þurfti að beita kænsku til að bera sigur úr bítum. Ég hertók afríku og lokaði henni algjölega. Enginn hefði getað brotist í gegnum varnirnar, ekki einu sinni með með þrjátíu menn (fyrir þá sem ekki vita þá eru þrjátíu menn í risk þrjátíu herir).
Ég samdi heráætlun og hún dugaði.
En mig hlakkar til í næstu umferð, þá verður her minn tilbúinn og ekkert verður gefið eftir. Þá verður tími hefnda.

En hvað um það. Nýtt ár gengið í garð og þótt ég hafi ekki unnið 50 milljónir í lóttó þetta skipti, þá finnst mér árið bara hafa byrjað vel.
Maður er kominn aftur í skólann og gaman er að hitta alla gömlu félagana aftur.

En ekki hef ég meira að segja í þetta skipti og segi bara undir lokin: Kíkið endilega á síðu mína um Sveinbjörn þar sem ég hef skrifað þar aftur:

This was Thomas F. Micchican reporting for BBC RADIO!

föstudagur, janúar 02, 2004

Nú er maður kominn hér aftur með eina eða tvær tilkynningar.
Fyrst vil ég vekja athygli á linkinn hér til hægri sem heitir Meistari Sveinbjörn eða eitthvað því um líkt og mun ég birta þar sögur af Sveinbirni og álit mitt á bæði honum og gerðum hans.
Síðan vil ég koma því að ég hafði loks sigur á illu heimsveldunum Guðmundi og Bergþóri. En meira um það á morgunn.

þriðjudagur, desember 30, 2003

Nú er maður kominn hér enn á ný og með nokkrar ágætis fréttir.

Ég ætla að byrja á því að segja að mörg líf eru í mikilli hættu þar sem Bergþór hinn illi hefur snúið aftur úr borg óttans. Hver veit hvaða spilling hefur náð honum á sitt vald. Það gæti verið hvað sem er, allt frá Subway og upp í KR og Arsenal. Ég veit ekkert um það en það sem ég veit er að með hverjum degi sem Bergþór er í bænum eru hermenn mínir í mikilli hættu. Þeir eru að sjálfsögðu þessi mörgu líf sem greint var frá hér áðan. Með hverjum degi, hverri mínútu færast þeir nær glötunn þar sem sá dagur rennur upp að mér verður boðið í hina miklu orrustu, RISK. Þar verður án efa Guðmundur samviskulausi og vonandi Garðar galvaski. Ef ég á að vera hreinskilinn þá eru mínir hermenn ekki tilbúnir í að mæta aftur í orrustu, ekki búnir að komast yfir slátrunina hér áður fyrr. Þetta er komið úr mínum höndum, bráðum verður blásið til orrustu, hvort einhver von sé enn eftir, veit ég ekki.

Í öðrum fréttum er það helst að bráðum líður að Gamlárskveldi og ætla ég að taka það með stæl. Ekki hef ég ákveðið hvernig en allt kemur í ljós seinna. Einnig fer að líða að byrjun menntaskólans sem minnir mig á það að ég er ríkur maður enn á ný þar sem dreifbýlisstyrkurinn er kominn í gegn. Þvílík sæla að vera loðinn um fingurna enn á ný.

Og svona rétt undir lokin vil ég svara þeirri athugasemd sem ég las í athugasemdahólfinu á síðunni minni um jólagjafir, þá vil ég benda á það að dvd spilarinn minn sem systur mínar og þeirra fjölskylda gaf mér var bæði afmælis- og jólagjöf. Og þar sem hann var mér úthlutaður fyrir aðfangadag lít ég frekar á hann sem afmælisgjöf og þakka ég kærlega fyrir hann.
En því miður hef ég ekkert fleira að segja og því lík ég þessu að vanda með:

This was Thomas F. Micchican reporting for BBC RADIO

Megið þið öll njóta góðra áramóta (þá meina ég líka þig Bergþór þó mér sé meinilla við að viðurkenna það)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?